sunnudagur

Að vera eða ekki vera...
Nú þegar aðventan er byrjuð eru nágrannar okkar Guðna farnir að hengja upp jólaskraut. Og þá kemur í ljós að allir eru með álíkar rauðar seríur festar á svalagrindverkin sín. En okkur Guðna finnst litaðar seríur ekki fallegar og viljum helst ekki hafa rauðbjarmað svefnherbergi og stofu næsta mánuðinn, rétt eins og við byggjum í vændishúsi. Þá reynir á sjálfstæði viljans. Verðum við sem sauðir að sumri eða stöndum við óhögguð með okkar hvítu séríu? Kannski setjum við okkur í anarkistafílinginn og höfum barasta alls enga seríu!!!! Nú verður haldinn fjölskyldufundur og málið kryfjað.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home