mánudagur

Átta eggjarauður?
Eitt sinn lék ég Hérastubb bakara á sviðinu í Austurbæjarskóla. Sverrir bekkjarbróðir minn var bakaradrengurinn. Við sungum auðvitað piparkökulagið. Nú er ég að baka piparkökur í fyrsta skiptið og það eru alls engar eggjarauður í uppskriftinni, hvað þá átta! Er lagið bara plat? Var ég að gefa lærlingnum rangar upplýsingar? Aumingja Sverrir, það er ekki nema von að hann klúðraði uppskriftinni!

1 Comments:

At 24/5/08 5:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það er einmitt ástæðan fyrir því að amma gerði svo góðar piparkökur :)

 

Skrifa ummæli

<< Home