föstudagur

Gleðilegt nýár
Nýliðið ár nefndi ég fyrirfram Annus Magnus eins og lesendum rekur eflaust minni til. Það var og, því árinu 2003 verður seint slegið við. Um síðustu áramót var mikið til ákveðið hvað gerast skildi. Snúast nú heldur betur hlutirnir við því eigi veit ég svo gjörla hvað gerast muni á því herrans ári 2004. Reyndar man ég ekkert í augnablikinu sem er ákveðið utan þess að ég á miða til Kóngsins (sem er reyndar drottning) Köbenhavn í sumar. Ýmislegt annað er þó í burðarliðnum og aldrei að vita hvað dregur til tíðinda. Aðrir í fjölskyldunni hyggja þó á stórt, settið á 30 ára brúðkaupsafmæli og systir mín verður meistari með vorinu.
Guð gefi okkur öllum blessunarríkt ár.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home