sunnudagur

Álfakroppurinn mjóvi
Ég var á þeim háheilaga stað Skálholti um helgina. Svo skemmtilega vill til að með í ferð var Snæfríður nokkur. Og viti menn, hún er há, grönn og falleg rétt eins og nafna hennar Íslandssól (með dökkt hár þó) sem var einmitt heimasæta þar á bæ. Fyrirsögnin hér að ofan var höfð um þessa skáldsagnapersónu, en á ekki við mig að neinu leiti þar sem ég get ekki lengur troðið mér í gegnum götin á Skálholtsskólaveggjunum eins og ég hef gert mér að leik undanfarin ár. Er það vegna spiks og ég hugleiddi jafnvel að fara í megrun. En það leið yfir á um 4 sekúndum. Ég verð hvort sem er aldrei Snæfríður Íslandssól.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home