Stoltir foreldrar
Eins og hver önnur stolt móðir hengdi ég mynd á ísskápinn eftir fósturdóttur okkar Guðna sem heitir Sravanthi og er 15 ára. Ef þið hafið ekki rekist á hana hérna á heimilinu þá er það ekkert skrítið því hún býr á Heimili litlu ljósanna á Indlandi. Myndin sem hún teiknaði er af unga með skrítna regnhlíf og undir stendur Merry Christmas and a happy new year. Myndin er grunsamlega absúrd og við vorum að spá hvort elsku Sravanthi litla hefði fundið njóla í garðinum rétt fyrir myndmenntatímann. En það er eðlilegt að við foreldrar unglings skuli hafa áhyggjur af vímuefnaneyslu nú á dögum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home