mánudagur

Vel heppnuð helgi
Að öllu jöfnu finnst mér leiðinlegt að lesa upptalningar annarra á því hvað á daga þeirra hefur drifið og ég hef hingað til forðast það í lengsti lög. En helgin hjá mér var svo uppfull af vel heppnuðum mannfögnuðum að mér finnst ég verða að láta þess getið. Á föstudaginn var það einstaklega skemmtileg árshátíð gufræðinema, á laugardag var svo ammli, matarboð og partý/rejúníon hjá Örnu Völu sem tóks alveg virkilega vel og verður lengi í minnum haft (eins og við hefðum útskrifast í gær!) Á sunnudag var menningarrölt um miðborgina þar sem við hjónin fórum í Hafnarhúsið á Ólaf Elíasson og Erró (Guðna fannst gaman!) og svo á helgimyndasýningu Jóns Gnarr. Hann var sjálfur á staðnum og talaði af mikili visku um verkin og guðspjöllin. Punkturinn yfir i-ið var svo góðgerðarkvöldverður Listvinafélags Hallgrímskirkju á Apóteki sem endaði með því að Diddú söng af sinni alkunnu snilld. Það versta við svona skemmtilega helgi að maður er alls ekki úthvíldur að henni afstaðinni.
Vonandi leiddist ykkur ekki lesturinn um of. Ég skal aldrei gera þetta aftur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home