Slúður dagsins
Maðurinn minn hefur lagst þrisvar sinnum undir hníf lýtalæknis! Þetta er nokkuð sem ekki allir vita og maður myndi jafnvel búast við fríðara smetti fyrir vikið. Nei djók. Hann hefur í raun bæði farið í fegrunar og lýtaaðgerðir. Lýtin voru ör sem voru á vörunum hans eftir hjólreiðaslys og átti með réttu að lagfæra. Fæðist börn Guðna hins vegar með samskonar útlit og var fegrað á Guðna, og var honum af Guði gefið, þá veit ég hreint ekki hvort þau fái mitt leyfi til að láta lagfæra slíkt. En hvað ef þau verða uppnefnd? Erfið spurning. En það á ekki að laga andlit sem ekkert er að, það á að laga hin börnin sem uppnefna. Það á að laga sjálfið í barninu. Guðni er mér ósammála og segir að ég hefði aldrei byrjað með honum ef hann hefði enn haft "dúmbóeyrun" sín (orð hans). Geta stór eyru komið í veg fyrir lífshamingju og jafnvel ástina?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home