miðvikudagur

Extranjero
Við Guðni ætlum að láta fuglaflensu sem vind um eyru þjóta og bjóða monsoon vindunum byrginn. Við fljúgum til Bangkok þar sem Bendt bíður okkar með bros á vör (hvað eru mörg b í því) þann 4 ágúst. Jibbý skibbý! Nú bið ég Thailandsfróða vini mína (og þeir eru einhverjir) um góð ráð. Þetta er þegar komið á dagskrá: fílareið, snorkl, Hill tribe trekking, thailenskt nudd og kannski sólböð ef regntímabilið leyfir. Þetta er ekki á dagskrá: að láta marglyttu drepa sig, að láta fuglaflesnu drepa sig, að týnast í Bangkok og alls ekki láta blóðsugu bíta sig í frumskóginum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home