sunnudagur

Hjónabandsspillir?
Hafi ég einhverntímann efast um að Gunnar í Krossinum væri með fulle fem þá þarf ég ekki að efast lengur. Hann ýjaði að því við Guðna að konan hans gæti haft slæm áhrif á trúarlíf hans og andlegan velfarnað. Þetta gerði hann án þess að hafa nokkurntímann hitt mig eða heyrt nokkurn skapaðan hlut um mig og fannst samt nauðsynlegt að spyrja Guðna, í þeirra fyrsta og mjög stutta samtali, hvort ekki væri erfitt að eiga mig fyrir konu. Reynir hann að fá mann til að hugsa neikvætt um hjónaband sitt?
Auk þess sagði hann á samkomunni sem Guðni hlýddi á að allir sannkristnir væru hægrimenn! Ég er auðvitað mjög hissa, enda hef ég greinilega misst af þeim kafla í guðspjöllunum þar sem Jesús talar um pólitík.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home