mánudagur

Andrés Önd
Nú um páskanan hef ég valið mér lesefni við hæfi, eða þannig. Ég er búin að lesa nokkur hefti af Andrési Önd. Hann er bara nokkuð skondinn. Eða kannski ekki hann per se, mér þótti nebblega, og þykir víst enn, Jóakim og Andrésína skemmtilegust. Sem er fyndið því þau eiga að vera fulltrúar ýmissa lasta og síður en svo til eftirbreytni. Frændurnir þrír berrössuðu finnast mér óþolandi leiðinlegar týpur. Og Mikki er klénn naggur, enda beið ég í klukkutíma í Disney World eftir að fá að taka í höndina á honum. Og þetta eiga samt að vera "bestu" gæjarnir. Það sýnir auðvitað á Freudískan hátt að ég er hörku pía sem elskar peninga og fer illa með menn og hatar skáta. En mér fannst Hexia samt aldrei skemmtileg.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home