mánudagur

Fegin er ég...
..að engum hafi dottið í huga að skipta um nafn á landi voru eða höfuðborg. Það hlýtur að vera alveg ferlega ruglingsleg. "já sæll vertu, ég heiti Kubanu og er frá Bombay. Nei, alveg rétt nú er ég víst frá Mumbai." Sæll Kubanu, ég er Lau frá hinu góða landi Burma, nei fyrirgefðu, Myanmar." Engum er þó meiri vorkunn en Rússunum sem helst ekki á nafni á nokkurri einustu borg í meira en hálfa öld eða svo. Þeir eru örugglega hættir að prenta póskort með nafni borganna. En hvað myndum við láta Reykjavík heita, ef við þyrftum allt í einu að skipta? Ég myndi velja mér Hómfríður það er gott borgarnafn. Komiði sæl, ég bý í Hólmfríði. Eða: "Borgarskjalasafn Hólmfríðar, góðan dag."

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home