þriðjudagur

Gamalt og gott
Þegar ég var barn þá fannst mér Tomma hamborgarar á Grensásveginum sameiningartákn alls hins góða og fallega í heiminum. Mér fannst hamborgararnir ljúffengir. Þar var stór tuskuapi. Þar var lítið bíótjald. Þar var meira að segja einhver hringekja eða eitthvað svona tæki sem maður gat farið í ef mamma manns var í stuði. Sannkallað himnaríki á jörðu fyrir einfalda sál. Ég kættist því þegar ég heyrði af nýju hamborgarabúllunni hans Tomma. Ég fór áðan og þar var enginn tuskuapi en þar voru mjög safaríkir og góðir borgarar. Og Tommi að grilla.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home