föstudagur

Forsetakjör
Á morgun fæ ég í fyrsta sinn að kjósa mér forseta. Ég býst nú samt ekki við að forsetaskipti verði í ágúst komanda. Það væri þó spennandi, sérstaklega fyrir mig persónulega, enda er ég ekki vön öðru en að stórviðburður gerist í mínu lífi við forsetaskipti. Vikan þegar Vigdís tók við var heldur annasöm fyrir mig, enda ákvað ég að fæðast þá, og hef því aðeins haft tvo forseta. Síðari forsetaskiptin voru ekki síður skemmtileg og viðburðarík, en Ólafur sór eið sinn í sömu viku og ég kynntist Guðna. Reyndar man ég eftir því að okkur var illa við nýkjörin forseta, sem ég hef þó ákveðið að veita atkvæði mitt á morgun. Hverjum hefði dottið það í hug? Ekki mér! Gott ef valdahroki Davíðs hafi ekki grætt atkvæði mitt fyrir Ólaf. Kannski langsótt hefnd.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home