sunnudagur

Stífla
Ég er mikil baðkona. Því hefur það valdið mér og manni mínum miklu hugarangri að undanförnu að vatnið í baðinu tekur allt að 30 mínútur að fara niður niðurfallið. Aðgerðir hófust fyrir nokkrum dögum með Hr. Múskla. Baneitrað ætandi efni sem átti að éta upp allt frá hárum til rottu. Brúsinn var kláraður og ekkert gekk. Sennilega rottugengi í rörunum. Þá var keypt önnur tegund, óþekkt danskt merki í gráum brúsa. Og nú rétt í þessu kallaði Guðni: "Ásdís, það er svelgur, það er svelgur". Og viti menn, vatnið sturtast niður sem aldrei fyrr. Ef þið sjáið nokkur illa farin rottulík í flæðarmálinu, þá hafa þau sennilega verið svo óheppinn að stífla pípurnar í Trönuhjallanum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home