fimmtudagur

Dottinn af fjárhagslega háa hestinum
Ég hef stolt verið algerlega mótfallinn yfirdráttarheimildum, enda ein kostnaðarsömustu lán bankakerfisins. Fussa og sveija yfir ungdómi þessa lands sem kann ekki að fara með peninga. En í gærkvöldi sat spúsi við tölvuna og tilkynnti mér að ég hefði verið kaupglaðari að undanförnu en fjárhagurinn byði upp á. Ef ég ætlaði mér að halda óflekkuðum viðskiptaferli mínum við greiðslukortafyrirtækið þá þyrfti ég að grípa til einhverra aðgerða. Og ég horfði á hann með ljóskulegu vonleysisaugunum mínum og sagði: "hvað gerir maður þá"? Og hann glotti við tönn (enda yfirdráttarmaður) og tilkynnti mér að ég yrði bara í bankann að fara og biðja um pening. Og núna er ég komin með yfirdrátt. Og líðanin er bara eftir atvikum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home