Úr Danaveldi
Ég skrapp til Köben, fór á fund, verslaði og kíkti svo á ömmuna. Hún var í miklu stuði og sólstrandaveður í garðinum hennar. Ég kom heim með fulla tösku af stórum fötum, enda er ég farin að gera ráðstafanir fyrir litla húsgestinn sem tekur æ meira pláss í bumbunni og mun halda því áfram fram í nóvember ef Guð lofar. Gárungar segja þó að ég muni sitja uppi með hann næstu átján árin hið minnsta. En slíkt er mér ljúft og skilt.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home