Góðir endurfundir
Ég ræddi drykklanga stund við mesta vandræðaunglinginn og hrekkjusvínið úr grunnskóla. Það hefði seint verið sagt um þann dreng að hann hefði átt framtíðina fyrir sér. En sem við tókum tal saman fór hann að lýsa því í smáatriðum, eins og ein af þessum ofurvæmnu nýbökuðu mæðrum, hvað það væri nú yndislegt að horfa á litlu eins árs gömlu telpuna sýna taka tennur og byrja að ganga. Hann skoraði á mig að drífa í barneignum, það væri svo náttúrulegt og gefandi. Og ég held að ég hafi aldrei hlustað á þetta barnið-mitt-er-svo-yndislegt..blablabla, af jafn mikilli gleði og hluttekt. Sannkölluð uppreisn æru.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home