fimmtudagur

Öskudagur


Við Nói lágum yfir grímubúningum fyrr í vikunni. Ákvörðunin var erfið og segja má að við höfum átt nokkuð strembinn díalóg um málið. Hann heimtaði að vera Margaret Thatcher en ég fann enga Maggy-grímu í hans stærð svo ég bauð honum að vera Condoleezza Rice. En eins og sjá má á meðfylgjandi mynd varð þrautalendingin kettlingabúningur sem hann skartaði þó af miklum sóma. Við höfum alltént góðan umþóttunartíma til næsta öskudags.

4 Comments:

At 3/3/06 7:13 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hann Nói vinur minn er maður með viti að vilja vera eins og vinkona mín hún Maggy. Ég mun fara í það að redda vinu mínum Maggy grímu fyrir næsta ár.

 
At 3/3/06 9:15 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ætli hann vilji ekki verða Davíð Oddsson á næsta ári!

 
At 3/3/06 11:45 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst hann fínn sem kettlingur. voða voða fínn hann Nói! Hafið það sem allra best
bestu kveðjur frá Rotterdam
Vigdís

 
At 3/3/06 3:43 e.h., Blogger Hildur said...

Nei ertu byrjuð að blogga aftur kerlingin, en gaman!

 

Skrifa ummæli

<< Home