mánudagur

Jól(agjafir)
Það pirraði oft mína nánustu að ég hef yfirskilvitlega gáfur þegar kemur að því að vita hvað er í mínum jólapökkum. Og ég þarf ekki einu sinni að koma við. Í ár er ég hinsvegar ekki mjög heit. Þó fæ ég að sjálfsögði nærföt frá ömmu (eins og alltaf), og gott ef ekki að ég fái heimagert glerlistaverk frá afa og ömmu eða þá bók. En fyrir ykkur sem eruð að velta fyrir ykkur hvað á að gefa mér á fæðingarhátíð frelsarans þá kemur hér afar hógvær óskalist.
Frið í heimi
Samúð meðal manna
kross með steinum (en í raun treysti ég engum til að finna þann rétta svo ekki hætta ykkur á þá braut)
peysu
Don Kíkóta
borðlampa
straujárn
pastasigti
Skurðarbretti
hnífastand sem passar undir hnífana mín löngu

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home