Skammdegisþreyta
Ég sver, ef ég væri ekki í prófum, þá gæti ég sofið í um 15 tíma á sólahring. Ég er alltaf annað hvort þreytt, að leggja mig eða sofandi. Ég dæli í mig járni, zinki og kopar og er farið að líða eins og tinmanninum úr oz af öllum þessu. C-vítamíni úr appelsínusafa, og fjörmjólk með a og vítamíni með fullt af allskonar b og jafnvel fólinsýru. Hvað get ég meira tekið? Einhverjar uppástungur? Er brokkolí svarið? Kannski ég þurfi bara eins og eina sólarlandaferð. Hver vill fara með?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home