fimmtudagur

Nú er jólasveinninn búinn að gleyma mér
Jah, það hlaut að koma að því að sveinki myndi hætta að gefa mér í skóinn, enda ég orðin 22 og alvega að fara að flytja að heimann. Einu sinni kom það samt fyrir að ég hafði ekki fengið neitt í skóinn og það sem meira var, skórinn var horfinn. Ég og Bryndís fórum að sjálfsögðu á gráta (hún var í sömu aðstæðum) og sögðum mömmu frá þessu. Hún varð aldeilis hlessa og sagði að það gæti nú bara ekki verið, við hefðum jú verið svo þægar í gær. Hún vissi kannski eitthvað meira en við því hún stakk uppá á að við færum útí garð því kannski hefðu skórnir fokið út. Og viti menn. Í snjónum fundust tveir barnaskór og skammt frá voru tveir sleikjóar. Ég er því farinn útí garð að leita. Það sem gerist einu sinni getur alltaf gerst aftur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home