þriðjudagur

15 ára bið á enda!
Þegar ég var á að giska 6 ára fór ég í brúðkaup hjá syni afa og ömmu og mér fannst brúðurinn hún Steinunn fallegri en allt og uppgötvaði þá að ekkert væri skemmtilegra en að vera í brúðarkjól. Og í gær herrar mínir og frúr, fékk ég loksins að máta brúðarkjóla. Jibbbbbbý! Við löbbuðum inn í herbergi á Brúðarkjólaleigu Dóru og fengum næstum ofbirtu í augun af öllum hvítu kjólunum. Svo var ég sett í korsilett og undirpils og klædd í allskonar kjóla. Ég tísti eins og smástelpa allan tímann og ömmu féllust hendur og mamma brosti og systir mín tók myndir og sagði að ég væri ekkert kjánaleg. (Sumar konur eru neggblega kjánalegar í 5 metrum af hvítu tjulli) Tengdó var líka og henni fannst voða gaman held ég. Nú hugsa ég ekki um neitt annað en kjólinn "minn" og hvernig slör fer best við. Svo verð ég að fara í handleggja sheip up og æfa mig að ganga í háum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home