Ég lonníetturnar lét á nefið...
...Svo lesið gæti ég frá þér bréfið. Hildur skrifaði mér jólakort sem er búið þeim skemmtilega eiginleika að blikka Feliz Navidad í rauðu og spila Jinglebells í hvert skipti sem ég opna það. Mjög skemmtilegt. Hildur er nú sniðug stúlka. Hún er bæði afskaplega skondin og afburðagáfuð og dreg ég þá heldur úr. Hún sagði mér frá djamminu á spáni og frá nýfundnum fordómum sínum fyrir fólki af öðrum menningarsvæðum en Íslandi. Hún fullyrðir að það sé megn svitalykt af morokkóbúum og að japanir séu kurteisir. Ekki skal það dregið í efa. Þökk sé henni fyrir síðbúið en vel tilfundið jólakort. Hildur var sú eina sem fékk jólakort frá mér í ár en ég er samt eiginlega búin að gefast upp á að senda bara vinum á fjarlægum stöðum kort því það keppast allir við að senda mér og ég fæ bara samviskubit. Því verð ég víst að láta undan þrýstingi og senda vinum nær og fjær kveðjur á næsta ári.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home