Takk fyrir mig
Ég er búin að borða góðan mat og fá góðar gjafir. Eftirfarandi hluti fannst fólki réttast að gauka að mér: Grillpönnu (sem ekki þarf að nota olíu á....voða megrandi), Don Kíkóta, Lovestar (sem ég er byrjuð á og líkar vel), sokka, nærföt(frá ömmu auðvitað), herðatré, steikarfat, ryksugu, geisladisk, kristalskál (!), pening og kertastjaka. Að lokum má nefna straujárn sem Guðni gaf mér. Ég er að fara að flytja að heiman og straujárn fylgja ekki íbúðum. ERGO=mig vantar straujárn. En fólk er svo fast í staðalmyndum að ég hitti varla þá konu sem verður ekki hálf móðguð fyrir mína hönd yfir því að fá straujárn. Halda að með því sé Guðni eitthvað að hlekkja mig við strauborðið. (Og þetta eru einmitt konurnar sem þvo og strauja af mönnunum sínum!) Ég er hinsvegar hæstánægð og sem nútímakonu get ég þegið straujárn frá manni mínum án þess að líta á það sem einhverja sneið til mín. Svo gaf Guðni mér líka demantshálsmen! Hahhah.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home