sunnudagur

Nú árið er liðið (næstum því)
Ég var að hugsa um daginn hvað árið 2002 hefði gefið af sér. Eins og sjá má á könnuninni hér á síðunni er ekki margt sem gerði árið markvert, og þá helst J-Lo og Benni...sem eiga örugglega eftir að skilja hvort eð er eftir 5 mánuði eða svo (ekki það að ég voni það). En ekki nóg með að þetta hafi verið frekar sorrý ár sem bliknaði við hlið stóru systur 2001 með 11 sept og svona heldur var þetta líka mjöög rólegt ár hjá mér persónulega. ÞAð bara gerðist ekkert merkilegt hjá mér. Hápunkturinn er vandfundinn, það er varla að maður þori að nefna einhverja smá útilegu með Guðna. Ég var í skólanum, vann í sumar og fór svo aftur í skólann. Enginn útlandaferð, enginn stóratburður, ekkert áfall (Guði sé lof) og þetta leið bara áfram eins og lækjarspræna. Ekki það að mér hafi þó leiðst neitt sérstaklega. Það hefur bara verið svona stabíl hamingja. Ég leyfi mér því að nefna þetta ár sem nú er að líða "annus placidus." Ég held þó að Guð sé að gefa mér þetta hvíldarár til að undibúa mig fyrir hið mikla Annus Magnus 2003 sem brátt gengur í garð. Þá verður sko fjör í kofanum. BA-gráða, gifting, brúðkaupsferð og svo flyt ég að heiman. Ekki má heldur gelyma að ég mun halda út á hinn alræmda "almenna vinnumarkað", og hvernig það verður veit nú enginn. Ég stend þó með opna arma og án alls söknuðar þegar nýja árið kemur. Velkomin, velkomin Annus Magnus, scio vitae brevem esse. Aurum auli plenae porta. Ego sum Euclio, non tu. Tanti est quanti fungus puditus. Nú kemur Hildur alveg spinnigal og leiðréttir alla latínuna mína!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home