föstudagur

Ferðalag II
Já það er ekki langt stórra högga á milli því nú skal haldið til Skálholts, þess forna höfuðbóls kristni og menntunar í voru landi. Síðan ég las Íslandsklukkuna þykist ég vera Snæfríður Íslandssól í gallabuxum. En Skálholt er sérstaklega góður staður og ekki er kokkurinn lélegur, það get ég sagt ykkur af áralangri reynslu. Svo er hótelið svo skemmtilega hannað og fá hús sem hafa heppnast betur. Það minnir mig á eitthvað austurlenskt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home