laugardagur

Dónalegir Hafnfirðingar?
Í gærkvöldi fór ég á árshátíð guðfræðinema á A. Hansen í Hafnarfirði. Skemmtilegt kvöld og góður matur. Þó var eitt atvik sem gerði kvöldið eilítið eftirminnilegra en önnnur. Ég gerði mér leið niður á baðherbergi staðarins og valdi mér bás eins og vaninn er. Tók ég strax eftir því að í básnum mér við hlið var manneskja í einhverjum erfiðleikum því bröltið var mikið og hélt ég jafnvel að þar væri komin einhver ólukkuleg pæja með heljarinnar harðlífi. En saklausa Ásdís komst fljótt að raunum um að inni í básnum var fleiri en ein manneskja, því tveir fóru að stynja stundarhátt. Ég forðaði mér út, án þess að þurrka hendurnar og hugsaði með sjálfri mér að hérna væru komnir dónalegir Hafnfirðingar sem þekkja ekki sinn vitjunartíma. Ég hélt upp á vit vina minna og gat ekki annað en nefnt það sem ég hafði heyrt. Ólafur Jóhann sprakk úr forvitni, flýtti sér niður og sá ræfilslega konu á fertugsaldri kjaga út af kvennaklósettinu. Elskhuginn hafði þegar forðað sér. Brandari: Hvað gera Hafnfirðingar sem komast ekki í 10.000 feta klúbbinn? Fara á A. Hansen klósettið og biðja vin sinn að setja hendurnar undir handþurrkarann til að búa til flugvélahljóð. Nota svo ímyndunaraflið til að fylla upp í götin.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home