þriðjudagur

Er ég orðin ein af þeim?
Ég hugsa um fátt annað en brúðkaup þessa dagana. Ég á að vera í lesviku en krúttið hann Palli keypti handa mér brúðarblöð í Ammríku og ég ligg yfir þeim í stað þess að læra.(þekkið þið einhvern annan strák sem hugsar svona fallega til vinkonu sinnar? Hann er á lausu, 20 ára, er klár og myndarlegur og rómantískur. Áhugasamar hafið samband) Stærstu áhyggjur mínar eru fáránlegar: eigum við að splæsa í flott hótel í brúðkaupsferðina eða spara og fara á venjulegt hótel? Er of mikið að vera með bæði hálsmen og kórónu og slör eða er tómlegt að sleppa hálsmeninu? Á ég að safna sparistelli (Já, stellið enn og aftur!) eða er það bara fyrir kjellingar? Á slörið að vera beint eða púffað? Ef þið hafið skoðun á einhverju ofantöldu þá megið þið gjarnan tjá ykkur. En líklega eru fáir sem hafa nennt að lesa þetta allt í geng því hverjum er ekki sama um slíkt nema stelpum með giftingu á heilanum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home