Síðasti kennsludagur...
...var í gær. Ég er því búin! Og líka alveg búin á því eftir 17 ára skólasetu. Kominn tími á að ég fari að vinna. En samt ekki fyrr en að loknum 3 ritgerðum, einni BA ritgerð og 2 prófum. Ég geri samt ráð fyrir að snúa aftur í skóla innan fárra ára. Ég velti því nú fyrir mér hvers virði eru 17 ár í námi? Í peningum? Í andlegri auðlegð? Í vitsmunalegum þroska? Enskukennarinn minn í menntó sagði eitt sinn "Það er svo vont að vita ekki neitt". Ég er alveg sammála henni. En maður veit ekki hvað maður veit ekki fyrr en maður veit smá. Núna veit ég smá og er hálf órótt um allt sem ég hef ekkert vit á.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home