mánudagur

Bókablogg
Tengdamóðir mín gaukaði að mér Sögunni af Pí í tilefni þess að ég hef lokið vist minni í enskudeild. Ég á nú í nokkrum vanda. Ég kláraði þessa yndælislesningu og er vön því að geta þá hoppað niður í skóla og hlustað á kennara og nemendur hella úr vikubrunnum sínum og kryfja svo bókina til mergjar í einni ritgerð eða svo. En nú er öldin önnur. Nú þegar ég hef ráðið í bókina eins og ég mögulega get þá er enginn til að ræða við um háþróaðar og akademískar kenningar mínar. Ætli ég þurfi ekki að skrá mig á einhvern nörra bókmenntaspjallþráð til að fá útrás. Háskóli, fyrirgefðu að ég kallaði þig smáskóli. Ég sakna þín. *snökt* Take me back!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home