Hrár fiskur
Á föstudaginn á ég von á matargestum sem væri ekki frásögu færandi nema vegna veitinganna. Það er ætlunin að bjóða upp á sushi. Ég kann ekkert að búa það til en Margrét Rós er sushifróð með eindæmum og ætlar að vera yfirkokkur. Sérlega spennandi. Það verður því enginn súrmatsbragur á þessum bóndadegi. Enda held ég að hrár fiskur sé betri en úldið kjöt.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home