mánudagur

Rækallans!
Eftir að hafa klæjað ærlega í kollinn í sirka viku eftir að ég heyrði að fundist hefði lús í hinum annars krúttlega 6 ára bekk sem ég er um þessar mundir að kenna, þá varð mér heldur betur um sel að heyra á kennarastofunni að einhver nemandanna væri með ....NJÁÁÁÁLG!!! Fari það norður og niður! Á morgun mæti ég með grímu, gúmmíhanska og sundhettu...ellegar snoðuð. Borða ekkert, fer ekki á tojaranna og snerti börnin helst ekki neitt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home