Sunnudagur
Það er listgrein, sem ég kann mæta vel, að gera ekki neitt. Sunnudagar eru vel til þess fallnir. Í dag gerði ég ekki neitt milli þess sem ég lagði mig og horfði á sjónvarpið og borðaði. Helgin var annasöm og ég kom heim um miðjar nætur og ég skammast mín því sýst fyrir letina. Og enginn stakk upp á að fara í göngutúr heldur bakaði þessi enginn köku sem við hámuðum í okkur. Hann er góður letifélagi.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home