Til lykke med födselsdagen!
Nú byrjar sannkölluð afmælisflóðbylgja í mínum kunningjahóp. Petra á afmæli á sunnudag og elskuleg systir mín og Hrannar þann 29. mars. Amma mín heitin fæddist á platdaginn mikla þann 1. apríl og einnig Berglind Ýr og Magnea Sverris fyllir ár á föstudaginn næsta. Enn er þó ótalið mikið öndvegisfólk sem á afmæli skömmu síðar.
Ástæðan fyrir því að ég man þetta allt saman er sú að ég hef tekið mig á í að vera betri afmælismunari. Sérstaklega eftir síðasta afmælið mitt þegar ég fékk óvænt fjölmörg sms með yndislegum kveðjum þar sem ég sólaði mig á ströndinni.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home