Áætlanagerð
Undanfarna daga hef ég sökkt mér niður í Lonely Planet bókina mína um Thailand. Plön eru farin að skýrast og kominn hugur í fólk (ekki seinna vænna því aðeins eru um 3 og hálfur mánuður til stefnu). Við Guðni munum byrja á ströndinni í eina viku og hitta svo Bendt og sennilega eina vinkonu hans í kringum 12 ágúst í Bangkok. Þá er hugmynd mín að ferðast um norðrið, til borgar er nefnist Chiang Mai. Heimsækja fjallaþjóðflokka við landamæri Myanmar og sitthvað fleira. Enda svo í Bangkok. Ef ég væri ekki ég þá myndi mér langa með mér í ferðina.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home