föstudagur

Mæðrablessun
Þar sem aðeins eru nokkrar vikur í að Petra verði léttari, var haldin svo kölluð mæðrablessun fyrir stelpuna. Fyrir þá sem ekki vita hvað það er þá er það bænastund til handa móður og barni sem vinkonur ólettu konunnar bjóða til. Svo eru kökur og pakkar á eftir. Þetta er nú bara önnur mæðrablessunin sem ég er viðstödd en mér finnst þessi siður vera virkilega fallegur og skemmtilegur. Ég gaf barninu ófædda bláa belju sem átti að muuua en muuuið var bilað.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home