mánudagur

Sá einn veit er víða ratar...
Á þýskri tungu er til orð eitt: Wanderlust. (Gæti útlagst fararþrá). Gott orð þar á ferð, svo gott að engilsaxar fengu það að láni. En þetta blogg er ekki um orðsifjar. Ég er nefnilega farin að fá smá Wanderlust í kroppinn, enda mánuður til Thailandsfarar. Þó verð ég að segja að ég hef einnig aðra tilfinningu. Við skulum kalla hana *Wanderangst. Hún lýsir sér svo að ég er smá smeik við Asíu. Í raun hef ég aldrei komið út fyrir hinn vestræna heim, ef frá er talið smá hopp út úr loftkældri rútu inn í Mexíkóska regnskóginn. En auðvitað er þetta bara þessi týpíska hræðsla við hið ókunna. Proust sagði eitthvað á þá leið að ferðalög væri ekki það að sjá nýtt landslag, heldur að eignast ný augu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home