þriðjudagur

Engin brettagella
Ég var með familíunni á Akureyri um helgina og leigði mér snjótbretti. Ég var að koma mér niður að lyftunum þegar ég flaug beint á hausinn (ég er enn stíf í hálsinum) og lyftumaðurinn kom til að athuga hvort ég væri í lagi. Hann dró mig og systur mína svo að barnatoglyftunni og ég náði að hanga í henni í um 20 metra. Þá datt ég og meiddi mig í úlnliðnum. Ég kann ekki við að meiða mig og ég hef ekki dottið úr toglyftu í áratug. Systir mín var alveg jafn vonlítil og ég og við fórum því og settum á okkur skíðin eftir hálftíma tilraun við að vera hipp og kúl brettagellur. Maður má nú ekki alveg tapa virðingunni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home