mánudagur

Old lang syne
Það er bara mánudagur en samt er ég farin að hlakka til helgarinnar. Á laugardag er nebblega komið að fyrstu endurfundum bakkjarfélaga minn úr Austurbæjarskóla. Það verður áhugavert að sjá hvernig ræst hefur úr fólki. Sumir voru bara pakk þarna í denn! En flest var þetta mikið sómafólk. Nú er bara að stinga myndum af spúsum/börnum/hundum/húsum/bílum/heimshornaflakki/háskólagráðum í veskið sitt og sjá hver hefur unnið lífsgæðakapphlaupið. Svo rifjum við líka upp gamlar kærastasögur og tölum misvel um kennara. Það verður gaman!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home