sunnudagur

Plástrar og kynjafræði

Við vorum í stórmarkaði. Sé ég þá teiknimyndaplástra og ákveð að kaupa pakka. (Ég er ginkeypti fyrir markaðssetningargimmikum.) Nokkrar tegundir voru í boði. Scooby Doo, sem mér hefur alltaf fundist leiðinlegur og vitlaus. Risaeðlur, sem eru sóóó 90's. Og svo Power Puff stelpurnar. Vel þann síðastnefnda af því mér finnst Power puff-in töff. Sterkar, hressar og sigra alltaf vonda gæjann. Heyrist þá ekki í kallinum. "Ætlarðu að kaupa ÞETTA fyrir Nóa?" Honum fannst semsagt ekki alveg ganga að snáðinn væri með stelpur á enninu. Ég staldraði við eitt andartak og fann að hluti af mér brást eins við. En hvernig er þessi heimur eiginlega búin að ala mig upp? Ég þykist feministi, jafnréttissinni og vil vera hrikalega meðvituð. Samt hikaði ég! En svo skvetti ég ímyndaðri vatnsgusu á afturhaldssemina og keypti plástrana. Skellti svo einum á ennið á Nóa strax í búðinni bara svona til að ögra Guðna. Fer svo væntanlega í bókabúð á næstunni og kaupi alla Línu langsokk ;)

2 Comments:

At 6/3/06 5:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég vona að Nói þurfi þessa stelpu plástra sem minnst. En er hann ekki frekar ungur til þess að hafa stelpu á arminum?

 
At 10/3/06 10:50 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég bilast bara...og veltist um á gólfinu. Best að bókmerkja þessa síðu.

Svo er litli líka frekar sætur sem ekki skemmir fyrir.

 

Skrifa ummæli

<< Home