Lítið þarf til að gleðja einfalda sál
Nú hafa þeir spáð hvítum jólum þessar elskur. Ég gæti ekki verið glaðari. Ekkert er jólalegra en drifhvítur snjór á jóladag þegar maður er á leiðinni til afa og ömmu. Og ég hef enga samúð með þessu fólki sem vilja ekki sjá snjó. Klæðið ykkur í hlý föt, setið á ykkur leðurhanskana sem þið fenguð í jólagjöf og farið út að skafa. Það versta sem gerist er að þið fáið sætan roða í kinnarnar. :) Guði sé lof fyrir snjóinn.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home