sunnudagur

Jibbý
Þá er ég búin í prófunum og get farið að undirbúa jólin. Ekki langur tími til þess. Í gær fór ég á jólahlaðborð með vinum úr grunnskóla og var það afar skemmtilegt að venju. Þó voru óvæntar uppákomur eins og ný kærasta sem enginn vissi af (skemmtilegt!!) og frekar nýr kærasti sem var einum of drukkinn :( Í morgun fór ég svo í messu þar sem litlu krakkarnir voru með helgileik. Þau voru svo sæt að ég var með tárin í augunum allan tímann. María var stjarna leiksins og fæðingin gekk vel fyrir sig. Jesúbarnið var leikið af babyborn dúkku og grét því ekki neitt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home