fimmtudagur

Danska amman
Jæja, það er sannarlega jólaboði þegar amman er sest í eldhúsið og farin að reykja mann í kaf þegar maður er að reyna að borða special-k. Annars er hún ágæt hún amma en þó soldið skondið að besti vinur hennar er sjónvarpið. Þess vegna segir hún manni ekki sögur af því sem á daga hennar hefur drifið heldur finnst henni miklu skemmtilegra að segja manni hvað gerðist í síðasta Lykkehjulet/Fangerne pa forted/Lördagsbingo þætti. En eins og margir vita þá er fátt eins óspennandi og að hlusta á hvað geriðst í einhverjum sjónvarpsþætti fyrir 2 mánuðum. Frekar vil ég heyra sögur úr stríðinu eða úr siglingarævintýrum. Amma mín hefur nebblega komið til allra landa í heiminum sem hafa landamæri að sjó. Eða þar um bil, kannski ekki Antartíku. Þær sögur eru sko ekkert slor.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home