miðvikudagur

Hissa
Kannski er ég einfeldningur en fólk kemur mér alltaf jafn mikið á óvart. Fyrir ári var ég með kennara sem allir voru fegnir að losna við á eftirlaun því hann var alveg svaka gammel og rausaði bara. Hann er samt alveg góður gamall kall. Í gær sagði mér ein bekkjarsystir mín mér að hún hefði hitt hann "for lunch" nokkrum sinnum eins og ekkert væri eðlilegra!!!! Ég sagði að hún væri einstök, því hver annar myndi gera svoleiðis fyrir einmanna gamlingja. Hissa var ég, en ekki var þó öllu lokið. Stúlkan tjáði mér næst að önnur bekkjarsystir okkur hefði farið nokkrum sinnum með honum í mat og svona eitthvað fleira. *gap* Hann væri bara svo skemmtilegur og gaman að tala við! Svo var horft á mig eins og ég væri geðveikt barnaleg og tryði ekki að kennarar gæti ekki líka verið skemmtilegar manneskjur. Sem ég veit að þeir geta by the by. Það er ekki málið. Ég er bara svo hissa á fólki. Aldrei myndi ég hafa gert þetta. Ég held ég verði að fara að pússa geislabauginn og finna mér gamlan kennara til að vera góð við og finnast skemmtilegur. Veit einhver númerið hjá Eyjólfi Kolbeins?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home