sunnudagur

Bíó
Fór með Góa og Guðna að sjá Lilja 4-ever. Langt síðan ég hef séð jafn áhrifaríka mynd. Hún velti upp þeirri spurningu hversu líf manns þarf að vera hræðilegt til þess að maður geti sannfærst um að binda á það endi. Góð mynd fyrir þá félaga í Deux ex cinema til að skoða. Annars var gaman að hitta Góa. Hann ætlar að trylla gelgjurnar í sumar og syngja í Grís með Birgittu Haukdal og Jónsa. Hann verður örugglega alveg æði, vatnsgreiddur í afabol og þröngum gallabuxum. Strax farin að hlakka til :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home