þriðjudagur

Loksins...
...erum við Guðni búin að ákveða brúðkaupsferð. Eftir miklar vangaveltur og heilabrot ákváðum við að fara auðveldu (en kannski ekki mest ævintýragjörnu) leiðina og bókuðum okkur í pakkaferð *hrollur* til Krítar mánudaginn eftir brúðkaup. Við ákváðum að splæsa í næstfínustu gerðina af hóteli og kannski fæ ég ný bikini ef ég er þæg. En við erum ákveðin í að afpakka ferðina og og harðneita að fara í skipulagðar skoðunarferðir og hlaupa ef við heyrum í íslendingum með magabeltisveski. Bon voyage!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home