sunnudagur

Nostalgía
Var að leita að einhverju ofaní skúffu sem ég opna aldrei. Þar rakst ég á Skólablaðið frá 5 bekk (þetta sem Abba gerði). Ég var ekki viðræðuhæf næsta klukkutímann, enda lengi hægt að vellta sér uppúr viðtölum við Braga íslenskukennara og Þóru líffræðikennara. Í skúffunni var einnig spænskuritgerðin sem við gerðum í 6 bekk (þessi stóra sem hefði verið miklu stærri ef Iðunn hefði ekki handleggsbrotnað). Nafnið sem ég gaf riterðinni var "Todo sobre mi vida". Enda hafði spænskubrjálæðingurinn látið mann segja frá dýpstu fjölskulduleyndarmálum, hún var spænskukennari með sálfræðitendansa. Að lokum fann ég í skúffunni ástarbréf frá Guðna frá 1997. Hrikalega sætt og minnti mig á unglingsins elskunnar logandi bál. Alltaf gaman að skoða gamalt dót.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home