Dag skal að kvöldi lofa...og mey að morgni
Þegar ég skráði mig í námskeið vorsins fannst mér alveg tilvalið að vera í sem flestum ritgerðaeiningum. Hugsaði með mér að skárra væri að sitja yfir tölvunni en að sitja próf. En það get ég sagt ykkur að það er ekki góð hugmynd að eiga að skila 3 ritgerðum á morgun! Og ég er ekki hálfnuð með þá síðustu :( Er þar að auki að morkna því Guðni er farinn að hlusta á Hauk mág sinn predika en ég þarf að vera heima.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home