sunnudagur

Ásdísar Saga Hrakfallabálks
Klukkan 7:45 á páskadagsmorgun var ungt par að flagga fyrir framan heimili sitt í tilefni dagsins. Þau voru á leið í messu og í sparifötunum. Við fánahyllinguna spurði ungi maðurinn konu sína í tvígang hvort hún væri ekki örugglega með lykla. Jú jú! En 3 sekúndum eftir að hurðinnni hafði verið lokað uppgötvaði hún að gleymst höfðu allir lyklar, af bæði bíl og húsi. Nú voru góð ráð dýr. Ekki stóð til boða að vekja þá fjölskyldumeðlimi sem einnig hafa lyklavöld en búa í órafjarlægð og fór því unga parið labbandi í messu, stúlkan á nælonsokkabuxum og sandölum. Síðar um morguninn, eftir að unga konan hafði fengið á sig nokkrar gusur úr reiðiskálum unnustans fékkst hjálp velviljaðra ættingja.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home