þriðjudagur

Davíð bilaður?
Fulltrúi Sjáfstæðisflokksins hringdi í mig í dag í angistarkasti. Hann var ekkert að reyna að selja mér flokk sinn enda er ég ekki líkleg til að kjósa sjallana í maí. Hann vék sér hinsvegar beint að efninu og sagði mér að flokkurin þyrfti á mér að halda. Eða öllu heldur piparkökumóti í mannslíki sem ég gæti eða gæti ekki átt. Því miður gat ég ekki hjálpað bláu höndinni með kökuformið enda átti ég bara hana, hjarta, sveppa, stjönu og grísaform. Og ekki vildi Davíð grísaformið. En ég ætla að geyma það ef Óli skildi hringja á morgunn. Lái ég það engum trúi hann ekki þessari sögu, þó hefi ég í engu logið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home